10.10.2008 | 21:56
Til hamingju með daginn elsku Isabella Joci
Hæ öll!
Já ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið, einfaldlega alltof mikið að gera í skólanum sem hófst á fullu um mánaðarmótin ágúst-september. Það hefur verið gríðarlega mikið að gera, endalaus próf, verkefnaskil og fyrirlestrahald. En ég kvarta ekki því ég hef ótrúlega gaman af þessu og er líka ótrúlega heppin með skólafélaga. Einstaklega skemmtilegur og líflegur hópur þar á ferð og þakklát fyrir að eignast enn fleiri og nýja vini sem hafa áhuga á því sama og ég
Ég ætla bara að hafa þetta stutt. Langaði bara að óska henni Isabellu til hamingju með fyrsta afmælisdaginn, til hamingju með daginn elsku litli engillinn minn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.