Í skólann á ný

Halló elskurnar.

Já sumar er að hausti komið þó ótrúlegt sé og skólinn fer að hefjast aftur. Sumarið hefur verið hreint yndislegt fyrir okkur fjölskylduna. Framkvæmdirnar á heimilinu gengu vonum framar, meira og minna allt gekk samkvæmt áætlun og útkoman alveg frábær. Við höfðum ákveðnar skoðanir á því hvernig við vildum breyta heimilinu og það má segja að það hafi náðst að framkvæma það allt saman og ég er þvílíkt hamingjusöm með þetta allt samanGrin

Um mitt sumarið fórum við til Akureyrar þar sem Ingólfur Páll var að keppa í fótbolta. Það gekk svona upp og ofan hjá þeim, sigrar og ósigrar skiptust á en drengirnir skemmtu sér vel og liðsandinn góður og það er fyrir öllu. Eitt af því sem á eftir að fara í minningarbankann hjá honum sem ánægjuleg minning með æskufélögunum. Við fórum líka í rúmlega 2ja vikna ferð til Perú sem var alveg meiriháttar. Þar skoðuðum fornar Inka slóðir sem eru sannarlega eitt af undrum veraldarinnar, eitt af þeim fyrirbærum sem maður skilur ekki hvernig geta hafa orðið til. Náttúrufegurðin er mikil og það var upplifun í sjálfum sér að sjá Andes fjallgarðinn sem er alveg hreint magnaður, hvert sem litið var gnæfðu þessi risafjöll yfir manni og sjaldan hef ég fundið til eins mikillar smæðar. Fólkið þarna er ljúft og elskulegt og líka ótrúlega smávaxið, ég, þessi stóra kona eða þannig, var bara hávaxin þarna og var alveg að fíla þaðTounge

Eins ótrúlegt og það nú er þá er skólinn að hefjast hjá mér nk. mánudag. Ég finn til mikillar tilhlökkunar og eftirvæntingar en jafnframt til kvíða því nú er ég auðvitað að fara að takast á við framhaldsnám sem ég veit að verður mjög krefjandi og erfitt. En ég er ákveðin í því að njóta þess að takast á við þetta og vera ánægð og þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að halda áfram að læra það sem ég hef svo mikinn áhuga áWink

Jæja ætla að stoppa núna og fara að kíkja á skólabækurnar mínar. Heyrumst fljótt!

Ragna Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband