6.6.2008 | 19:38
Fékk "já", húrra!!!
Halló halló!
Já,já,já, ég fékk s.s jákvætt svar og er á leiðinni í framhaldsnám í sálfræði og allt stefnir í það að ég sé á leiðinni að verða sálfræðingur,he,he, ótrúlegt en satt!!! Svarið kom á fimmtudaginn síðasta og var ég voða glöð og fegin, var orðin langeygð eftir svari og örlítilð stress var farið að gera vart við sig þar sem biðin var orðin löng og ég farin að frétta af fólki sem búið var að fá svar og vissi því sem var að plássum var farið að fækka. En ég komst inn og er alsæl og finn til eftirvæntingar og eilítils kvíða, því ég geri mér grein fyrir að nú tekur við enn strembnara nám og mikið álag. Ég er jafnframt þakklát fyrir að fá tækifæri til að halda áfram að læra það sem ég hef áhuga á og fyrir að hafa komist áfram í fyrstu tilraun
Annars er búið að vera nóg að gera hérna. Þessa stundina sit ég gólfinu og blogga því húsið er svo gott sem tómt. Framkvæmdir hófust s.s í gær og það með hvelli, hingað mættu 6 manns um morguninn og ég sá bara eldhúsinnréttinguna mína hverfa, ásamt gólfefnum,veggflísum, arni og veggjum með tilheyrandi ryki. Það er heldur betur búin að vera vinna við að tæma húsið og nú búum við frekar frumstæðar aðstæður þar sem borðað er af pappadiskum og setið á gólfi við að horfa á sjónvarp o.þ.h., en þetta er þó fyrst og fremst spennandi og ég get ekki beðið eftir að sjá útkomuna og er þess fullviss að heimilið okkar eigi eftir að verða stórglæsilegt og fallegt þegar þetta verður allt yfirstaðið.
Ætla ekki að skirfa meira núna, er hálf lúin eftir amstur vikunnar og er að hugsa um að leggjast bara í leti!!
Ragna Margrét
Athugasemdir
Til hamingju Ragna mín með þennan frábæra árangur þinn. Ég semgleðst innilega með þér. Gangi þér VEL að leggjast í LETI hóst hóst *******
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.