...enn beðið eftir svari.

Góða kvöldið elskurnar!

Jæja ég er nú aðeins farin að venjast þvi að vera ekki skólanum en verð að viðurkenna að ég sakna þess mjög mikið að vera ekki í skólanum og ég sakna þess mikið að vera ekki að læra og hitta ekki skólafélagana. Þetta kemur mér raunar skemmtilega á óvart en það er alveg ný tilfinning fyrir mér að sakna skólans og námsins og ætli það segi ekki bara mest um það hve mikinn áhuga ég hef á því sem ég er að læraWink. Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá er ég ekki búin að fá svar enn við því hvort ég fæ inni í framhaldsnámið og það er sama hvað ég reyni mikið að hugsa ekki um það þá leitar það alltaf á mig, mörgum sinnum í dag og tilfinningin er svona blanda af eftirvæntingu og kvíðaFootinMouth. En þetta ætti nú að fara að skýrast á allra næstu dögum. 

En ég hef svo sem haft í nógu að snúast frá því að skólanum lauk. Ég er búin að vera að pakka niður allri búslóðinni svo hægt sé að hefjast handa við breytingarnar á heimilinu og það er nú bara heilmikið verk skal ég ykkur segja. Ég er þegar búin að pakka niður í 55 kassa takk fyrir og það er ekki allt búið enn úff!! Það er hreint alveg ótrúlegt hvað manni tekst að safna að sér miklu dóti, en nú verður hreinsað til. Síðasta helgi fór því að hluta til í að pakka niður en á sunnudaginn var fótboltamót hjá Ingólfi Páli (aldrei þessu vant) og mamman stóð sjoppuvaktina þar sem reynt var að safna peningum fyrir Akureyrarmótið sem verður í sumar. Ingólfur Páll stóð sig vel að venju og skoraði 3 mörk Smile.

Jæja, ætla að stoppa núna en læt heyra fljótt í mér.

Ragna Margrét 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband