7.5.2008 | 14:23
BA-próf í höfn
Halló halló halló!!
Skólinn er sem sagt búinn hjá mér og BA-prófið er í höfn. Ótrúlega skrýtin tilfinning að náminu sé lokið. Mér finnst eins og það hafi aðeins verið fyrir nokkrum vikum sem ég var ákvað að gefa sálfræðinni séns, satt segja hálf smeyk um að ég ætti ekki eftir að geta ráðið við þetta nám þar sem ég hafði heyrt mikið um,þ.e hve erfitt það væri og hve hátt hlutfall nemenda sem hefja nám í sálfræði ná ekki að ljúka því. Nú þrem árum seinna sit ég hér, búin með námið og það með nokkuð góðum árangri og tilfinningin er hálf súrrealísk. Þegar ég lít til baka þá hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegur og þroskandi tími en jafnfram gífurlega krefjandi og það hafa komið all margar stundir sem mér hefur fundist ég vera að drukkna í álagi og vinnu. Að fara í gegnum svona akademískt nám einfaldlega breytir manni sem persónu og sýn mín á lífið er önnur en hún var áður. Í dag er ég aftur á móti ánægð og sæl með að hafa lokið þessu námi og þakklát fyrir skemmtilegan tíma og fyrir að hafa kynnst fullt af skemmtilegu og ótrúlega duglegu fólki í leiðinni. Held að það eigi eftir að taka smá tíma að venjast þvi að vera ekki að lesa og vinna, maður kann varla að vera ekki að læra og satt segja upplifir maður smá tómleikatilfinningu.Það verður nú sennilega fljótt að breytast. Ég ætla mér að taka nokkra daga í slaka mér og hvíla mig eftir hressilega törn, en síðan mun ég bretta upp ermar og taka til við þær breytingar sem til stendur að gera á heimilinu. En ég bíð líka spennt eftir því að fá fréttir af því hvort að ég mun komast inní framhaldsnámið, reyni að vera bjartsýn en raunsæ, það er auðvitað mikið af fólki að sækja um og ég efast ekki um að mikið af því er duglegt og hæft fólk sem á ekki síður möguleika en ég, en þetta mun koma í ljós á næstu vikum og ég verð ekki lengi að dreifa fréttunum þegar þær berast, þ.e.a.s. ef þær verða jákvæðar.
Jæja, hef þetta stutt í dag. Ætla njóta þess að eiga vera komin í frí og þess að geta slakað á.
Ragna Margrét
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.