Próflestur eina ferðina...

Góða kvöldið.

Þá er próflesturinn hafinn eina ferðina enn, mér finnst einhvern veginn eins og ég sé alltaf vera í prófum! En ætli það lýsi þvi ekki bara hve hratt tíminn líður og er ekki sagt að tíminn líði hratt þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt og manni líður vel? En í þetta sinn eru það aðeins tvö próf sem standa fyrir dyrum og ég er búin óvenju snemma í prófum þetta vorið og verð komin í sumarfrí þann 6.mai næstkomandi. En ég kýs að líta á þetta sem sumarfrí frá náminu því ég held stíft í þá von að ég muni komast inní  framhaldsnámið. Trúi því allavega þar til annað kemur í ljósWink

Um síðustu helgi fórum við til Kaupmannahafnar eins og ég var búin að segja ykkur að til stæði. Það var auðvitað bara æðislegt að hitta alla fjölskylduna og maður finnur það best þá hve mikið maður saknar þess að hafa ekki fjölskylduna sína ekki hjá sér. En einmitt þess vegna verða endurfundirnir þeim mun sætari og við nutum þess að hitta  börnin, Hildigunni, Arngunni og Hall. Börnin dafna vel og allir virðast vera ánægðir í því sem þeir eru fást við og þá getur maður ekki verið glaðurSmile

Þegar heim var komið tók stressið aftur við og ég og Pálína lögðum lokahönd á BA-verkefnið okkar og náðum að skila því inn áður en að próflesturinn byrjaði. Nú bíðum við bara eftir að fá endurgjöf á verkefnið en þá gætum við þurft að gera einhverjar endurbætur á því áður það fer í endanlegt mat og einkunnagjöf. Þreytan er eilítið farin að segja til sín og ég get ekki sagt annað en að mig hlakki til að fá smá pásu frá bókum og lestri.  

Ætla að láta þetta dug i bili og fara að hvíla mig eftir langa lestrartörn í dag.

Hafið það sem best,

Ragna Margrét 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband