Kennslunni að ljúka, ótrúlegt en satt!!

Já gott og blessað kvöldið!

 Það er nú orðið heldur betur langt síðan að ég ritaði hér síðast og var eiginlega búin að gleyma því að ég væri með bloggsíðu í gangi, he,he...svona hefur maður mikið að gera. En sem sagt, það er farið sjá fyrir endann á skólanum og ótrúlegt en satt, þá er ég fara ljúka BA-náminu mínuWhistling Önnin hefur vægast sagt verið fljót að líða og tíminn hefur eiginlega ekki farið í neitt annað en lestur. Það er auðvitað búin að vera gífurlega mikil vinna og tími sem hefur farið í BA rannsóknina okkar. Við mættum ýmsum hindrunum á leiðinni sem tóku soldið á taugarnar og á tímabili var stressið að ná yfirhöndinni og kvíði sem ég hef ekki áður upplifað í skólanum. En styttir upp um síðir eins og sagt er og núna er skýrslan svo gott sem tilbúin og bíðum við bara eftir loka "commentum" frá kennurunum okkar og svo verður verkinu skellt i prentun og bundið inn, hjúkkkatt!! En á meðan á yfirlestri stendur þá sit ég nú ekki auðum höndum og vinn nú að ritgerð skila og fyrirlestri sem ég ætla að halda næstkomandi föstudag og örfáum tímum síðar ætla ég að stökkva uppí flugvél ásamt fjölskyldunni minni og fljúga til Kaupmannahafnar. Þar ætlum við að hitta nýjan fjölskyldumeðlim sem Hildigunnur og Hallur voru að eignast og hefur hlotið nafnið Jóhanna Freyja og get ég ekki beðið eftir að fáa sjá og knúsa hana Hönnu Freyju litlu og auðvitað hann Grím minn líka. Þar verða miklir fagnaðarfundir því ásamt því að hitta Hildigunni og fjölskylduna hennar þá ætlar Arngunnur að koma með hana Ísabellu sína frá London til að hitta okkur öll, gaman, gaman!!Smile

Annars er allt gott að frétta af fjölskyldunni. Lífið gengur sinn vanagang. Ingólfur Páll er alltaf í skólanum sínum og íþróttunum á fullu, var m.a. að keppa í fótbolta við ÍBV síðastliðinn sunnudag. Það gekk rosa vel hjá strákunum, þeir unnu 7-2 og Ingólfur Páll skoraði 2 stórglæsileg og algjörlega óverjandi mörk, flott hjá þér Ingólfur Páll!!

 Nú svo er ég bara mjög spennt yfir því sem stendur fyrir dyrun á heimilinu, en við ætlum fara að drífa í heilmiklum framkvæmdum á heimilinu, stækka eldhúsið okkar,baðherbergi og laga þvottahús o.fl Verður skemmtileg tilbreyting frá langtíma setum og lestri að fara útí slíkar framkvæmdir.

 Jæja læt þetta duga. Get vonandi sagt góðar fréttir af því hvernig skólinn hefur gengið næst, stefni auðvitað á góðar einkunnir í prófunum tveim sem ég tek í vor og fyrir BA-rigerðina. Nú og svo er ég með krosslagða fingur, en á morgun mun ég skila inn umsókn minni fyrir framhaldsnám í sálfræðinni og get ekki annað en vonað það besta en samkeppnin er mikil og aðeins þeir bestu komast innCool 

 Bless í bili og hafið það sem best,

Ragna Margrét 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband