Að komast í gang..

Halló halló..

Var að koma heim úr prófi í Neyslusálfræði sem ég hafði frestað í desember. Verð nú að viðurkenna að það var soldið erfitt að byrja önnina á lokaprófi og lesturinn varð nú eiginlega ekki eins og best hefði verið á kosið, en þó las ég nokkuð vel og prófið er afstaðið og mér gekk bara nokkuð vel, held ég, vona allavega það besta þar til annað kemur i ljós. En allavega þá lítur út fyrir að ég mér hafi tekist að klára 18 einingar á síðustu önn með nokkuð góðum árangri og ég er nú bara nokkuð stolt af þvíSmile, en fyrir þá sem ekki vita það, þá eru 15 einingar fullt nám. Ingólfur Páll er líka búinn að vera í prófum alla síðustu viku, svo að ég hef eiginlega skipst á að lesa fyrir mitt próf og fyrir hans próf og ég vona að honum hafi gengið vel í sínum prófum því hann var duglegur að læra.

Það hefur reyndar verið óvenju mikið að gera við sjónvarpsgláp undanfarið á þessu heimili sem venjulega horfir ekki mikið á sjónvarp. Fjölskyldan öll hefur ótrúlega gaman af því að horfa á handbolta og því var EM veisla fyrir okkur og reyndum við að horfa á sem flesta leiki. Því miður gerðu "strákarnir okkar" ekki góða ferð til Noregs í þetta skiptið en við horfðum nú samt. Ekki laust við að sálfræðineminn reyni að ráða í það hvað er að gerast í huga leikmanna og hvernig þeim líður þegar mótlætið er með þessu móti. Nú, ekki hefur verið minna fjör í borgarmálunum hérna höfuðborginni okkar og maður má hafa sig allan við að muna hver er borgarstjóriWink

Annars erum við mæðginin bara tvö í kotinu núna, þar sem pabbinn er floginn til USA, hann verður nú reyndar ekki mikið heima næstu vikurnar þar sem hann er að fara 3 ferðir á skömmum tíma og kemur bara heim rétt í mýflugmynd á milli. En við höfum það nú bara gott hérna heima og það er líka alltaf nóg að gera hjá okkur báðum svo að tíminn er fljótur að líða, þó að við söknum pabbans alltaf þegar hann er burtu.  En í kvöld ætlum við bara hafa það kósy, erum búin að ná okkur í DVD mynd og kaupa smá nammi, svo að það verður bara notalegt kvöld hjá okkur mæðginumSmile

Hafið það sem best þar til næst...

Ragna Margrét 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband