Kalt í Köben

Halló halló...

Ég ásamt fjölskyldunni er stödd í Kaupmannahöfn og erum við búin að vera hérna síðan á miðvikudaginn. Við erum búin að hafa það mjög gott og ég hef notið þess að vera í fríi án þess að vera með samviskubit yfir því að vera að missa af einhverju í skólanumSmile. Það er búið að vera kalt hérna í Köben síðan að við komum, 3-4 stiga frost og soldill vindur svo að það hefur verið ansi kalt að vera úti á labbinu og höfum við fyrir vikið vera minna á röltinu en við hefðum sennilega annars gert.  Við lentum hérna um kvöldmatarleytið á miðvikudaginn, rétt komum við á hótelinu til að losa okkur við farangurinn og héldum svo beinustu leið til Hildigunnar og fjölskyldu þar sem urðu fagnaðarfundir. Á fimmtudeginum vorum við á röltinu í bænum um daginn og hittum svo Hildigunni, Grím og Hall aftur seinni partinn og borðuðum við saman heima hjá þeim. Á föstudaginn pössuðum við Grím á meðan mamma hans var í vinnunni og pabbi hans las fyrir próf og svo hittum við þau í mat á ítölskum veitingarstað hérna nálægt hótelinu og borðuðum góðan mat og höfðum það notalegt. Það var auðvitað bara yndislegt að eyða deginum með Grími sem er að verða stór og afar sjálfstæður drengur og skemmtu þeir frændur sér vel saman. Í gær fórum við svo ásamt Hildigunni og Grími á safn, nánar tiltekið Louisiana safnið. Þar sáum við áhugaverða málverkasýningu eftir Lucien Freud sem er barnabarn Sigmundar Freud og var það mjög áhugavert fyrir sálfræðnemann sem búinn er að vera að stúdera Freud. Einnig sáum við þar mjög skemmtilega ljósmyndasýningu eftir Richard Avedon. Daginn enduðum við á sushi stað hérna í grendinni þar sem fengið virkilega gott sushi,  eftir það skildu leiðir og Grímur og Hildigunnur héldu heim á leið og við á hótelið þar sem við horfðum á Lord of the Rings áður en að við fórum að sofa, virkilega góður dagurSmile. Þessa stundina eigum við von á Hildigunni, Halli og Grími til okkar og ætlum við að snæða saman brunch hérna á hótelinu og eftir það ætlar Ingólfur Páll heim með systur sinni og Halli en Grímur ætlar á labbið með okkur. Á morgun ætla ég að hitta skólasystur mína sem er stödd hérna lika og þeir feðgar munu vafalaust finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs á meðan. Síðan munu við hitta Hildigunni og Grím í lok dags og þá mun líða að kveðjustund því við munum halda heim á leið á þriðjudagsmorgninum. En s.s þá erum við búin að hafa það virkilega gott hérna í Köben og vonandi munum koma aftur hingað fyrr heldur en seinna.

 

Ragna Margrét 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband