Gleðilegt nýtt ár!!

Góðan dag öllsömul.

Ég er sem sagt bara vöknuð kl 10.30 á sjálfan Nýársdagsmorgunn, en samt ekki komin á fætur og er að hugsa um að fara ekki á fætur alveg strax. Það er svo notalegt að vera latur og bara að njóta þess að vera á náttfötum, undir teppi með bók og kíkja aðeins á sjónvarpið annað slagiðWink Annars áttum við fjölskyldan róleg  og góð áramót. Mamma mín og systir voru hjá okkur í mat. Maturinn heppnaðist vel og horft var á áramótaskaupið sem var bara nokkuð gott. Veðrið hefði mátt vera skemmtilegra, en hér var rigning og rok og öllum áramótabrennum á höfuðborgasvæðinu frestað og man ég ekki eftir eins slæmu veðri á áramótum í nokkur ár. En þetta gekk nú samt allt vel, Íslendingar nýttu hverja mínútu sem veðrið gekk niður og hlupu út og skutu upp raketttum og svo var engu líkara en að veðrið tæki sér smá pásu frá 23.30 - 00.20, rigningin hætti og rokið minnkaði svo að það rættist heldur betur úr kvöldinu og himininn lýstist upp í tæpa klukkustund áður en að veðrir skall á aftur. Ingólfur Páll skemmti sér vel með raketturnar og terturnar og stóðu þeir feðgar sig vel í skjóta upp þegar tækifæri gáfust. En ég verð nú að láta það koma fram að þrátt fyrir leiðinlegt veður yfir áramótin þá er búið að vera mjög fallegt verður yfir jólin. Jólin eru búin að vera hvít allan tímann, það hefur verið frekar kalt en segja má að veðrið hafi líkst póstkortaveðri, frost, stillt og alhvítt, gerist ekki mikið jólalegra.

Í fyrradag áttum við hjónin 7 ára brúðakaupsafmæli, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt en við giftum okkur s.s þann 30.des 2000Grin Brúðkaupsdagurinn var tekinn rólega enda vitlaust veður og ekki mikið vit í að vera mikið á ferðinni. 

Í dag munum við svo pakka niður í töskur og gera okkur klár í að leggja íann til Kaupmannahafnar á morgun, þangað sem við ætlum að heimsækja Hildigunni, Hall og Grím sem við höfum saknað að hafa ekki hjá okkur á landinu yfir hátíðarnar. Við hlökkum mikið til að hitta þau og eiga notalegar stundir með þeimSmile

Annars verð ég bara að segja að nýja árið leggst bara vel í mig. Ég sé fram á að ljúka náminu mínu í vor, svo framarlega sem ekkert kemur uppá og ég held að nýir og spennandi tímar muni vera framundan í þeim efnum og svo vona ég að nýja árið muni bera gæfu í för með sér fyrir fjölskylduna mína, bæði nær og fjær. Áramótaheitið mitt þessi áramótin er að líta aðeins innávið og vonandi að verða ögn betri manneskja. 

Vona svo bara að þið hafið átt góð jól og áramót og að nýtt ár muni færa ykkur mikla gleði og gæfu. Einnig vona ég að við getum öll sameinast í því að vera góð við hvert annað og kannski muna að vera örlítið þakklát fyrir það góða sem lífið hefur fært okkur og muna að það er ekki endilega sjálfsagtSmile

 

Eigið frábæran Nýársdag!!

Ragna Margrét 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband