...æ, hvað það er notalegt að vera í jólafríi!!

Sæl og blessuð öllsömul og gleðileg jól!

Þá er kominn þriðji dagur jóla og ég orðin verulega afslöppuð og úthvíld. Frá því að ég skrifaði síðast er svo sem búið að vera nóg að gera. Húsmóðirin var eiginlega soldið mikið stressuð yfir öllu því sem hún átti eftir að gera þegar skólanum loksins lauk og því var einfaldlega brugðið á það ráð að skera "to-do listann" niður um helming og eftir það var gekk jólaundirbúningurinn bara nokkuð ljúflega fyrir sigWink. Okkur fjölskyldunni finnst jólin eiginlega alltaf hefjast þegar við förum til mömmu minnar í skötuna á Þorláksmessu og það var engin undartekning á því þetta árið og við snæddum vel kæsta og góða skötu hjá henni. Aðfangadagskvöldið var einkar ljúft og notalegt hjá okkur fjölskyldunni í Bakkahjalla. Á matseðlinum var humarsúpa og hreindýrakjöt sem hreinlega bráðnaði í munni, en það heppnaðist mjög vel. Drengurinn á heimilinu naut þess að taka upp jólagjafirnar og nóg var af þeim að venju. Jóladagsmorguninn var friðsæll eins og venjulega og naut ég þess svo sannarlega að vera í fríi og lá í rúminu fram eftir deginum og las bókina hans Arnaldar sem ég fékk í jólagjöf og eins og venjulega gat ég ekki lagt hana frá mér fyrr en hún var búin, enda góð tilbreyting frá stórum og þungum námsbókum. En ég hafði mig nú á fætur um miðjan dag og svo komu mamma, systir mín og hennar strákur í mat til okkar og áttum við bara gott kvöld saman. Í dag er búið að fara í bíó en við fórum öll þrjú saman og sáum The Golden Compass sem var bara virkilega fín. Núna er ég komin aftur uppí sófann góða, sit reyndar ennþá í ullarpeysunni því mér eiginlega ennþá kalt eftir að hafa verið úti áðan en það er nístingskuldi úti en samt fallegt veður, allt hvítt og stillt og jólaljósin svo fallegSmile

 En ég ætla að stoppa núna og halda áfram að njóta letilífsins og ég vona svo sannarlega að þið hafið það jafn gott og ég og munið að vera góð hvert við annað og njóta lífsinsGrin 

 Ragna Margrét 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband