20.12.2007 | 21:13
Komin í jólafrí, jibbí!!
Komið þið sæl!
Jæja þá, haldiði að ég sé ekki bara búin í prófunum og jólafríið hafið. Mér finnst í senn mjög stutt og langt síðan kennslu lauk og ég sá fram á lestratörnina miklu og svo er þetta bara liðið eins og hendi sé veifað. En síðasta prófið var sem sagt í dag og þar með hófst jólafríið langþráða. Prófin gengu ágætlega að ég held. Ég var reyndar svo óheppin að leggjast í flensu fyrir helgina og fór reyndar hálf lasin í lokaprófið í klínískri sálfræði á föstudaginn og verð að segja að ég var ekki uppá mitt besta í því. Á laugardeginum var ég svo komin 39 stiga og flensu með öllu tilheyrandi og lá bakk þar til á þriðjudag. Það endaði því með því að ég fór frekar illa undirbúin í prófið í Skyn- og hugfræði í dag og get ekki annað en vonað það besta. Á morgunn stendur til að reima á sig ofurhúsmóðurskóna og hrista jólin fram úr erminni á næstu 3 dögum, hummm sjáum hvernig það gengur. Þessi desember mánuður hefur verið frekar óvenjulegur fyrir þessa venjulega skipulögðu húsmóður sem að öllu jöfnu er timanlega í öllum jólaundirbúningi. Þetta árið er því s.s ekki svo farið og ég á síðustu stundu með alla hluti og finnst það frekar óþægileg tilfinning en það þýðir víst ekki að velta sér uppúr því heldur bara gera það besta úr öllu. Fjölskyldan er öll komin í frí frá og með deginum í dag og við ætlum að bara að njóta þess að undirbúa jólin í sameiningu og síðast en ekki síst bara að njóta þess að vera saman í fríi. Jólin munu verða róleg, engir gestir á Aðfangadagskvöld en á jóladag munu mamma mín og systir verða hjá okkur í mat. Áramótin eru óákveðin en þann 2.jan munum við svo halda til Köben þar sem við ætlum að heimsækja Hildigunni og fjölskyldu og framlengja jólin aðeins með þeim.
Jæja, ætla að fara að skipuleggja jólin
Ragna Margrét
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.