9.12.2007 | 10:57
Fallegur sunnudagsmorgunn
Góðan daginn.Núna er klukkan 9.30 á sunnudagsmorgni. Úti er ískalt, en stillt og fallegt veður, snjór liggur yfir öllu og virkilega jólalegt út að litast, sérstaklega þar sem mikið af jólaljósum eru farin að lýsa upp snjóinn
Vikan er búin að vera fljót að líða að venju. Próflestur hefur tekið mest allan minn tíma og ég hef svo sem ekki komið mikið öðru í verk. Er þó búin að koma upp smávegis af jólaljósum og baka 3 tegundir af smákökum Pressan var líka mikil að lesa sem mest í vikunni þar sem að ég vissi að ég myndi sennilega ekki afkasta miklu um helgina í lestri þar sem að "týndir" fjölskyldumeðlimir komu í heimsókn við mikinn fögnuð. Í gær fórum við í 2 ára afmæli til hans Gríms Loga. Það var nú engin smá veisla, mikið af fólki, börnum og tertum. Grímur dafnar vel, rosalega myndarlegur og fallegur drengur og var ekkert smá flottur þegar hann blés á kertin á afmæliskökunni, fannst það nú frekar skemmtilegt. Til hamingju með afmælið þitt elsku Grímur minn!!! Nú í gærkvöldi komu svo Arngunnur og Ísabella til okkar og ætla að gista vera hjá okkur fram á þriðjudag þegar þær fara aftur heim til London. Það var skrýtin en notaleg tilfinning að heyra barnsgrát aftur á heimilinu þó að varla sé nú hægt að segja að heyrist í litlu dömunni sem er ótrúlega vær og góð og bara alveg yndisleg.
Í dag verður reynt að lesa meira og ekki veitir víst af þar sem að styttast fer í prófin. Tvö próf á dagskránni í vikunni, félagssálfræði og klínísk sálfræði. Báðir þessar kúrsar eru stórir og viðamiklir og því mikið lesefni sem þarf að komast yfir. En ég er nú samt að hugsa um að freistast til að slaka líka aðeins á með fjölskyldunni minni sem ég er svo glöð með að fá í heimsókn.
Eigið frábæran dag,
Ragna Margrét
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.