30.11.2007 | 21:35
Skólalok og próflestur....úff!!
Jæja þá er kennslu lokið. Ég er nú bara í nettu áfalli yfir því hvað þessi önn hefur liðið hratt, finnst rétt eins og skólinn hafi byrjað í síðustu viku en nú er bara komið að próflestri. Verð að segja að ég hef varla upplifað annasamari önn og álagið hefur verið gríðarlegt en umfram allt hefur þetta verið skemmtilegur tími og lærdómsríkur. Ég verð líka að segja að ég er þakklát fyrir að vera að upplifa að læra það sem ég mikinn áhuga á og fyrir að hafa eignast marga skemmtilega vini og kunningja í leiðinni. Nú hefst hins vegar mikil lestrartörn og mér líður eins og ég standi á sundbakkanum og sé á leiðinni að stinga mér til sunds og muni ekki koma úr kafi fyrr en eftir 3 vikur, en mitt jólafrí hefst ekki fyrr en 21. desember. Framundan eru 4 stremdin próf og mikið námsefni sem þarf að komast yfir. Svo er það nú það sem gerir svona prófatörn í desember enn erfiðari og það er að vera móðir sem langar að geta notið jólaundirbúnings með fjölskyldunni. Það fylgir því smá skammtur af sektarkennd að vera í skóla og próflestri á þessum árstíma, en það verður víst ekki á allt kosið, eða hvað?? Við munum reyna að gera það besta úr þessu og piparkökurbakstri og öðrum jólaundirbúningi verður smokrað inní próflesturinn af bestu getu.
jæja, læt þetta duga að sinni. Endilega njótið aðventunnar og þess að vera til!!
Ragna Margrét
Athugasemdir
Til hamingju með síðuna þína og velkomin í hóp bloggara. Það er sannarlega lífsins kúnst að púsla saman próflestri og jólaundirbúningi ekki síst þegar börn eiga í hlut. Gangi þér rosalega vel með þetta allt saman ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.12.2007 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.