23.11.2007 | 22:50
..aftur föstudagur!!
Ja hérna hvað tíminn líður hratt, enn og aftur komin helgi.
Það er annars búið að vera nóg að gera þessa vikuna, svona rétt eins og venjulega. Búið að vera mikið að gera við lesturinn í skólanum, þurfti að hespa af einni ritgerð í neyslusálfræði þar sem ég ásamt skólasystur minni skrifuðum um það hvort að efnishyggja væri af hinu góða? áhugavert að spá í það og um leið að velta fyrir sér eigin neysluvenjum. Nú svo er ég að fara i próf á morgun í klínískri sálfræði. Virkilega skemmtilegt að lesa hana, vekur mann til umhugsunar um hvað það er mikið af fólki sem er fást við erfiða hluti, líður illa og er óhamingjusamt. Held að við gleymum því oft að hugsa um það hvað við höfum það gott og við mættum oftar þakka fyrir það.
Nú svo var prinsinn á heimilinu að keppa í handbolta í dag, sem setti smá pressu á mömmuna að ljúka próflestrinum fyrir þann tíma svo að ég gæti fylgst með, sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt, nota bene!! Drengurinn stóð sig eins og hetja, skoraði fullt af mörkum og segja má að hann hafi séð um að vinna síðasta leik liðsins þar sem hann skoraði 5 mörk af 7, ekkert smá flottur. Ingólfur Páll, mamma er ekkert smá stolt af þér!!! Nú svo er prófið klukkan 9 í fyrrmálið og ég ansi fegin að það er komið helgarfri.
Góða helgi öllsömul og njótið þess að vera til!!
Ragna Margrét
Athugasemdir
Sko þetta er prinsinn sem vann leikinn Á MÓTI FJÖLNI og hann fær kannski verðlaun en gangi þér vel í prófinu á morgun
kv.Ingólfur Páll
Ragna Margrét , 23.11.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.