Frumraun

Jæja, er að hugsa um að prófa þetta blessaða blogg! Er svona að spá í hvort að það sé rétt að það sé skemmtilegt og afslappandi að blogga?

Annars er ég búin að eiga annasama og skemmtilega helgi. Gærdagurinn fór að halda afmæli fyrir 18 stráka í tilefni af 11 ára afmæli sonar míns. Fjörið var í Sporthúsinu í Kópavogi, tókst ágætlega þó svo að við getum nú ekki mælt með þeim stað fyrir slíkar veislur því ekki fór mikið fyrir þjónustunni þar á bæ. En við foreldrarnir stóðum okkur eins og hetjur og gerðum það besta úr þessu og strákarnir fóru glaðir og sáttir heim og afmælisbarnið var ánægt með daginn. Í dag var svo önnur afmælisveisla þegar nánustu vinir og ættingjar komu í afmæliskaffi heim til okkar og þá fékk eldra afmælisbarnið, þ.e.a.s pabbinn líka að njóta sín. Húsmóðirin var að sjálfsögðu búin að skella í nokkrar tertur og fleira góðgæti og úr varð hin fínasta veisla sem lauk fyrir 2 tímum síðan. Svo nú erum við komin í rólegheit eftir ansi hreint annasama helgi og ég get snúið mér aftur að skólabókunum með góða samvisku.

Eigið góða vinnuviku.

Ragna Margrét


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband