Færsluflokkur: Bloggar

Skólinn að hefjast að nýju

Góða kvöldið.

Ótrúlegt en satt, jólafríið er búið og skólinn að byrja á morgunn!! Ég er sem sagt búin að vera að njóta þessara síðustu daga í fríinu mínu með því að gera jólahreingerningar á heimilinu, ha,ha, betra seint en aldreiTounge. Ég kom greinilega endurnærð heim úr Kaupmannahafnarferðinni og er búin að vera á fullu að þrífa veggi og skápa síðan ég kom heim og er bara nokkuð ánægð með mig!! En núna er sem sagt sælunni að ljúka og skólinn og lesturinn hefst á fullu á morgunn......og það alveg á fullu því að ég byrja á því að lesa fyrir eitt próf sem ég ákvað að fresta vegna mikils álags og óheppilegrar próftöflu í desember. En annars er ég nú bara sátt við niðurstöður desemberprófanna, einkunnirnar voru frá 8 til og með 9 sem mér finnst nú bara nokkuð gott, sérstaklega með tilliti til þess að ég fékk flensuna í miðjum prófunum, svo að ég kvarta ekki. En núna hefst sem sagt lokaönnin mín í BA námi mínu í sálfræðinni og ég er verð með 16 einingar á henni, Skyn- og hugfræði, réttarsálfræði og BA-ritgerð en ég er mjög spennt að sjá hverjar niðurstöður þeirra könnunar verður. En ég ásamt skólasystur minni, henni Pálínu, er að skoða hvort að líkamleg hreyfing/virkni hefur áhrif á frammistöðu í námi. Ég hef eins og þeir sem til mín þekkja vita, mjög mikla trú á góðum áhrifum heilsusamlegs lífernis og hollrar hreyfingar og bind miklar vonir við að geta sýnt fram á jákvæð tengsl þess við námsárangur. Tilgáta okkar er sem sé sú að líkamleg virkni hafi góð áhrif á námsárangur með því að draga úr streitu og kvíða, sjáum til hvað kemur útúr þessuWink

Skrýtin tilfinning sem alltaf kemur yfir mann rétt áður en skólinn hefst. Ég upplifi alltaf einhverja sérkennilega blöndu af eftirvæntingu og örlitlum kvíða. Eftirvæntingu vegna þess að mér finnst námið skemmtilegt og áhugavert en í senn kvíða vegna þess að ég veit að það eru krefjandi tímar framundan og oft á tíðum gífurlegt álag sem skapar togstreitu við það hlutverk sem fylgir því að reyna að sinna móðurhlutverki og hjónabandi af bestu getu samhliða.  En ég býst við að það sé að einhverju leyti vegna þess að maður vill sinna öllu 100% og það getur reynst illmögulegtUndecided.

Jæja, ætla að hætta núna og fara að horfa á landsleikinn í handbolta þar sem Ísland er að keppa við Tékkland í æfingaleik fyrir EM. En við fjölskyldan fórum á völlinn í gær og horfðum á fyrri leik þessara liða, alltaf janf hressandi og skemmtilegt að fara á landsleiki og upplifa stemmninguna, sérstaklega þegar Ísland vinnur eins og það gerði í gærSmile

Ragna Margrét 

 

 


Kalt í Köben

Halló halló...

Ég ásamt fjölskyldunni er stödd í Kaupmannahöfn og erum við búin að vera hérna síðan á miðvikudaginn. Við erum búin að hafa það mjög gott og ég hef notið þess að vera í fríi án þess að vera með samviskubit yfir því að vera að missa af einhverju í skólanumSmile. Það er búið að vera kalt hérna í Köben síðan að við komum, 3-4 stiga frost og soldill vindur svo að það hefur verið ansi kalt að vera úti á labbinu og höfum við fyrir vikið vera minna á röltinu en við hefðum sennilega annars gert.  Við lentum hérna um kvöldmatarleytið á miðvikudaginn, rétt komum við á hótelinu til að losa okkur við farangurinn og héldum svo beinustu leið til Hildigunnar og fjölskyldu þar sem urðu fagnaðarfundir. Á fimmtudeginum vorum við á röltinu í bænum um daginn og hittum svo Hildigunni, Grím og Hall aftur seinni partinn og borðuðum við saman heima hjá þeim. Á föstudaginn pössuðum við Grím á meðan mamma hans var í vinnunni og pabbi hans las fyrir próf og svo hittum við þau í mat á ítölskum veitingarstað hérna nálægt hótelinu og borðuðum góðan mat og höfðum það notalegt. Það var auðvitað bara yndislegt að eyða deginum með Grími sem er að verða stór og afar sjálfstæður drengur og skemmtu þeir frændur sér vel saman. Í gær fórum við svo ásamt Hildigunni og Grími á safn, nánar tiltekið Louisiana safnið. Þar sáum við áhugaverða málverkasýningu eftir Lucien Freud sem er barnabarn Sigmundar Freud og var það mjög áhugavert fyrir sálfræðnemann sem búinn er að vera að stúdera Freud. Einnig sáum við þar mjög skemmtilega ljósmyndasýningu eftir Richard Avedon. Daginn enduðum við á sushi stað hérna í grendinni þar sem fengið virkilega gott sushi,  eftir það skildu leiðir og Grímur og Hildigunnur héldu heim á leið og við á hótelið þar sem við horfðum á Lord of the Rings áður en að við fórum að sofa, virkilega góður dagurSmile. Þessa stundina eigum við von á Hildigunni, Halli og Grími til okkar og ætlum við að snæða saman brunch hérna á hótelinu og eftir það ætlar Ingólfur Páll heim með systur sinni og Halli en Grímur ætlar á labbið með okkur. Á morgun ætla ég að hitta skólasystur mína sem er stödd hérna lika og þeir feðgar munu vafalaust finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs á meðan. Síðan munu við hitta Hildigunni og Grím í lok dags og þá mun líða að kveðjustund því við munum halda heim á leið á þriðjudagsmorgninum. En s.s þá erum við búin að hafa það virkilega gott hérna í Köben og vonandi munum koma aftur hingað fyrr heldur en seinna.

 

Ragna Margrét 


Gleðilegt nýtt ár!!

Góðan dag öllsömul.

Ég er sem sagt bara vöknuð kl 10.30 á sjálfan Nýársdagsmorgunn, en samt ekki komin á fætur og er að hugsa um að fara ekki á fætur alveg strax. Það er svo notalegt að vera latur og bara að njóta þess að vera á náttfötum, undir teppi með bók og kíkja aðeins á sjónvarpið annað slagiðWink Annars áttum við fjölskyldan róleg  og góð áramót. Mamma mín og systir voru hjá okkur í mat. Maturinn heppnaðist vel og horft var á áramótaskaupið sem var bara nokkuð gott. Veðrið hefði mátt vera skemmtilegra, en hér var rigning og rok og öllum áramótabrennum á höfuðborgasvæðinu frestað og man ég ekki eftir eins slæmu veðri á áramótum í nokkur ár. En þetta gekk nú samt allt vel, Íslendingar nýttu hverja mínútu sem veðrið gekk niður og hlupu út og skutu upp raketttum og svo var engu líkara en að veðrið tæki sér smá pásu frá 23.30 - 00.20, rigningin hætti og rokið minnkaði svo að það rættist heldur betur úr kvöldinu og himininn lýstist upp í tæpa klukkustund áður en að veðrir skall á aftur. Ingólfur Páll skemmti sér vel með raketturnar og terturnar og stóðu þeir feðgar sig vel í skjóta upp þegar tækifæri gáfust. En ég verð nú að láta það koma fram að þrátt fyrir leiðinlegt veður yfir áramótin þá er búið að vera mjög fallegt verður yfir jólin. Jólin eru búin að vera hvít allan tímann, það hefur verið frekar kalt en segja má að veðrið hafi líkst póstkortaveðri, frost, stillt og alhvítt, gerist ekki mikið jólalegra.

Í fyrradag áttum við hjónin 7 ára brúðakaupsafmæli, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt en við giftum okkur s.s þann 30.des 2000Grin Brúðkaupsdagurinn var tekinn rólega enda vitlaust veður og ekki mikið vit í að vera mikið á ferðinni. 

Í dag munum við svo pakka niður í töskur og gera okkur klár í að leggja íann til Kaupmannahafnar á morgun, þangað sem við ætlum að heimsækja Hildigunni, Hall og Grím sem við höfum saknað að hafa ekki hjá okkur á landinu yfir hátíðarnar. Við hlökkum mikið til að hitta þau og eiga notalegar stundir með þeimSmile

Annars verð ég bara að segja að nýja árið leggst bara vel í mig. Ég sé fram á að ljúka náminu mínu í vor, svo framarlega sem ekkert kemur uppá og ég held að nýir og spennandi tímar muni vera framundan í þeim efnum og svo vona ég að nýja árið muni bera gæfu í för með sér fyrir fjölskylduna mína, bæði nær og fjær. Áramótaheitið mitt þessi áramótin er að líta aðeins innávið og vonandi að verða ögn betri manneskja. 

Vona svo bara að þið hafið átt góð jól og áramót og að nýtt ár muni færa ykkur mikla gleði og gæfu. Einnig vona ég að við getum öll sameinast í því að vera góð við hvert annað og kannski muna að vera örlítið þakklát fyrir það góða sem lífið hefur fært okkur og muna að það er ekki endilega sjálfsagtSmile

 

Eigið frábæran Nýársdag!!

Ragna Margrét 

 


...æ, hvað það er notalegt að vera í jólafríi!!

Sæl og blessuð öllsömul og gleðileg jól!

Þá er kominn þriðji dagur jóla og ég orðin verulega afslöppuð og úthvíld. Frá því að ég skrifaði síðast er svo sem búið að vera nóg að gera. Húsmóðirin var eiginlega soldið mikið stressuð yfir öllu því sem hún átti eftir að gera þegar skólanum loksins lauk og því var einfaldlega brugðið á það ráð að skera "to-do listann" niður um helming og eftir það var gekk jólaundirbúningurinn bara nokkuð ljúflega fyrir sigWink. Okkur fjölskyldunni finnst jólin eiginlega alltaf hefjast þegar við förum til mömmu minnar í skötuna á Þorláksmessu og það var engin undartekning á því þetta árið og við snæddum vel kæsta og góða skötu hjá henni. Aðfangadagskvöldið var einkar ljúft og notalegt hjá okkur fjölskyldunni í Bakkahjalla. Á matseðlinum var humarsúpa og hreindýrakjöt sem hreinlega bráðnaði í munni, en það heppnaðist mjög vel. Drengurinn á heimilinu naut þess að taka upp jólagjafirnar og nóg var af þeim að venju. Jóladagsmorguninn var friðsæll eins og venjulega og naut ég þess svo sannarlega að vera í fríi og lá í rúminu fram eftir deginum og las bókina hans Arnaldar sem ég fékk í jólagjöf og eins og venjulega gat ég ekki lagt hana frá mér fyrr en hún var búin, enda góð tilbreyting frá stórum og þungum námsbókum. En ég hafði mig nú á fætur um miðjan dag og svo komu mamma, systir mín og hennar strákur í mat til okkar og áttum við bara gott kvöld saman. Í dag er búið að fara í bíó en við fórum öll þrjú saman og sáum The Golden Compass sem var bara virkilega fín. Núna er ég komin aftur uppí sófann góða, sit reyndar ennþá í ullarpeysunni því mér eiginlega ennþá kalt eftir að hafa verið úti áðan en það er nístingskuldi úti en samt fallegt veður, allt hvítt og stillt og jólaljósin svo fallegSmile

 En ég ætla að stoppa núna og halda áfram að njóta letilífsins og ég vona svo sannarlega að þið hafið það jafn gott og ég og munið að vera góð hvert við annað og njóta lífsinsGrin 

 Ragna Margrét 


Komin í jólafrí, jibbí!!

Komið þið sæl!

Jæja þá, haldiði að ég sé ekki bara búin í prófunum og jólafríið hafið. Mér finnst í senn mjög stutt og langt síðan kennslu lauk og ég sá fram á lestratörnina miklu og svo er þetta bara liðið eins og hendi sé veifað. En síðasta prófið var sem sagt í dag og þar með hófst jólafríið langþráða. Prófin gengu ágætlega að ég held. Ég var reyndar svo óheppin að leggjast í flensu fyrir helgina og fór reyndar hálf lasin í lokaprófið í klínískri sálfræði á föstudaginn og verð að segja að ég var ekki uppá mitt besta í því. Á laugardeginum var ég svo komin 39 stiga og flensu með öllu tilheyrandi og lá bakk þar til á þriðjudag. Það endaði því með því að ég fór frekar illa undirbúin í prófið í Skyn- og hugfræði í dag og get ekki annað en vonað það bestaWhistling. Á morgunn stendur til að reima á sig ofurhúsmóðurskóna og hrista jólin fram úr erminni á næstu 3 dögum, hummm sjáum hvernig það gengur. Þessi desember mánuður hefur verið frekar óvenjulegur fyrir þessa venjulega skipulögðu húsmóður sem að öllu jöfnu er timanlega í öllum jólaundirbúningi. Þetta árið er því s.s ekki svo farið og ég á síðustu stundu með alla hluti og finnst það frekar óþægileg tilfinning en það þýðir víst ekki að velta sér uppúr því heldur bara gera það besta úr öllu. Fjölskyldan er öll komin í frí frá og með deginum í dag og við ætlum að bara að njóta þess að undirbúa jólin í sameiningu og síðast en ekki síst bara að njóta þess að vera saman í fríi. Jólin munu verða róleg, engir gestir á Aðfangadagskvöld en á jóladag munu mamma mín og systir verða hjá okkur í mat. Áramótin eru óákveðin en þann 2.jan munum við svo halda til Köben þar sem við ætlum að heimsækja Hildigunni og fjölskyldu og framlengja jólin aðeins með þeim. 

 

Jæja, ætla að fara að skipuleggja jólinWink 

 Ragna Margrét 


Fallegur sunnudagsmorgunn

Góðan daginn.Núna er klukkan 9.30 á sunnudagsmorgni. Úti er ískalt, en stillt og fallegt veður, snjór liggur yfir öllu og virkilega jólalegt út að litast, sérstaklega þar sem mikið af jólaljósum eru farin að lýsa upp snjóinnSmile

 Vikan er búin að vera fljót að líða að venju. Próflestur hefur tekið mest allan minn tíma og ég hef svo sem ekki komið mikið öðru í verk. Er þó búin að koma upp smávegis af jólaljósum og baka 3 tegundir af smákökumWink Pressan var líka mikil að lesa sem mest í vikunni þar sem að ég vissi að ég myndi sennilega ekki afkasta miklu um helgina í lestri þar sem að "týndir" fjölskyldumeðlimir komu í heimsókn við mikinn fögnuð. Í gær fórum við í 2 ára afmæli til hans Gríms Loga. Það var nú engin smá veisla, mikið af fólki, börnum og tertum. Grímur dafnar vel, rosalega myndarlegur og fallegur drengur og var ekkert smá flottur þegar hann blés á kertin á afmæliskökunni, fannst það nú frekar skemmtilegt. Til hamingju með afmælið þitt elsku Grímur minn!!! Nú í gærkvöldi komu svo Arngunnur og Ísabella til okkar og ætla að gista vera hjá okkur fram á þriðjudag þegar þær fara aftur heim til London. Það var skrýtin en notaleg tilfinning að heyra barnsgrát aftur á heimilinu þó að varla sé nú hægt að segja að heyrist í litlu dömunni sem er ótrúlega vær og góð og bara alveg yndisleg.

 

 IMG_0686

Grímur Logi

 

Í dag verður reynt að lesa meira og ekki veitir víst af þar sem að styttast fer í prófin. Tvö próf á dagskránni í vikunni, félagssálfræði og klínísk sálfræði. Báðir þessar kúrsar eru stórir og viðamiklir og því mikið lesefni sem þarf að komast yfir. En ég er nú samt að hugsa um að freistast til að slaka líka aðeins á með fjölskyldunni minni sem ég er svo glöð með að fá í heimsókn.

 

Eigið frábæran dag,

Ragna Margrét 


Skólalok og próflestur....úff!!

Jæja þá er kennslu lokið. Ég er nú bara í nettu áfalli yfir því hvað þessi önn hefur liðið hratt, finnst rétt eins og skólinn hafi byrjað í síðustu viku en nú er bara komið að próflestri. Verð að segja að ég hef varla upplifað annasamari önn og álagið hefur verið gríðarlegt en umfram allt hefur þetta verið skemmtilegur tími og lærdómsríkur. Ég verð líka að segja að ég er þakklát fyrir að vera að upplifa að læra það sem ég mikinn áhuga á og fyrir að hafa eignast marga skemmtilega vini og kunningja í leiðinni. Nú hefst hins vegar mikil lestrartörn og mér líður eins og ég standi á sundbakkanum og sé á leiðinni að stinga mér til sunds og muni ekki koma úr kafi fyrr en eftir 3 vikur, en mitt jólafrí hefst ekki fyrr en 21. desember. Framundan eru 4 stremdin próf og mikið námsefni sem þarf að komast yfir. Svo er það nú það sem gerir svona prófatörn í desember enn erfiðari og það er að vera móðir sem langar að geta notið jólaundirbúnings með fjölskyldunni. Það fylgir því smá skammtur af sektarkennd að vera í skóla og próflestri á þessum árstíma, en það verður víst ekki á allt kosið, eða hvað?? Við munum reyna að gera það besta úr þessu og piparkökurbakstri og öðrum jólaundirbúningi verður smokrað inní próflesturinn af bestu getu.

jæja, læt þetta duga að sinni. Endilega njótið aðventunnar og þess að vera til!!

Ragna Margrét


..aftur föstudagur!!

Ja hérna hvað tíminn líður hratt, enn og aftur komin helgi.

Það er annars búið að vera nóg að gera þessa vikuna, svona rétt eins og venjulega. Búið að vera mikið að gera við lesturinn í skólanum, þurfti að hespa af einni ritgerð í neyslusálfræði þar sem ég ásamt skólasystur minni skrifuðum um það hvort að efnishyggja væri af hinu góða? áhugavert að spá í það og um leið að velta fyrir sér eigin neysluvenjum. Nú svo er ég að fara i próf á morgun í klínískri sálfræði. Virkilega skemmtilegt að lesa hana, vekur mann til umhugsunar um hvað það er mikið af fólki sem er fást við erfiða hluti, líður illa og er óhamingjusamt. Held að við gleymum því oft að hugsa um það hvað við höfum það gott og við mættum oftar þakka fyrir það.

Nú svo var prinsinn á heimilinu að keppa í handbolta í dag, sem setti smá pressu á mömmuna að ljúka próflestrinum fyrir þann tíma svo að ég gæti fylgst með, sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt, nota bene!! Drengurinn stóð sig eins og hetja, skoraði fullt af mörkum og segja má að hann hafi séð um að vinna síðasta leik liðsins þar sem hann skoraði 5 mörk af 7, ekkert smá flottur. Ingólfur Páll, mamma er ekkert smá stolt af þér!!! Nú svo er prófið klukkan 9 í fyrrmálið og ég ansi fegin að það er komið helgarfri.

Góða helgi öllsömul og njótið þess að vera til!!

Ragna Margrét


Frumraun

Jæja, er að hugsa um að prófa þetta blessaða blogg! Er svona að spá í hvort að það sé rétt að það sé skemmtilegt og afslappandi að blogga?

Annars er ég búin að eiga annasama og skemmtilega helgi. Gærdagurinn fór að halda afmæli fyrir 18 stráka í tilefni af 11 ára afmæli sonar míns. Fjörið var í Sporthúsinu í Kópavogi, tókst ágætlega þó svo að við getum nú ekki mælt með þeim stað fyrir slíkar veislur því ekki fór mikið fyrir þjónustunni þar á bæ. En við foreldrarnir stóðum okkur eins og hetjur og gerðum það besta úr þessu og strákarnir fóru glaðir og sáttir heim og afmælisbarnið var ánægt með daginn. Í dag var svo önnur afmælisveisla þegar nánustu vinir og ættingjar komu í afmæliskaffi heim til okkar og þá fékk eldra afmælisbarnið, þ.e.a.s pabbinn líka að njóta sín. Húsmóðirin var að sjálfsögðu búin að skella í nokkrar tertur og fleira góðgæti og úr varð hin fínasta veisla sem lauk fyrir 2 tímum síðan. Svo nú erum við komin í rólegheit eftir ansi hreint annasama helgi og ég get snúið mér aftur að skólabókunum með góða samvisku.

Eigið góða vinnuviku.

Ragna Margrét


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband